beint flug til Færeyja

Anna Rakel og Sandra María í landsliðshóp

Anna Rakel Pétursdóttir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik

Þær Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen verða í hóp hjá A landsliði Íslands sem mætir Noregi í vináttulandsleik síðar í mánuðinum.

Anna Rakel og Sandra María spila báðar með Þór/KA en fyrr í dag var greint frá því að Sandra María færi á láni til Slavia Prag í Tékklandi fram í apríl.

Akureyringurinn Rakel Hönnnudóttir sem spilar með LB07 í Svíþjóð er einnig í hópnum. Freyr Alexanderson landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu valdi hópinn sem mætir Noregi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni 23. janúar.

Sandra María á 20 A landsliðs leiki að baki. Anna Rakel hefur einu sinni áður verið kölluð inn í A landsliðið en á enn eftir að leika sinn fyrsta leik

VG

UMMÆLI