Prenthaus

Anna Rakel á skotskónum í Ungverjalandi

Anna Rakel Pétursdóttir er hér fyrir miðju. Mynd: thorsport.is

U19 ára landslið kvenna í fótbolta gerði 1-1 jafn­tefli við Ung­verja­land þegar liðin mætt­ust í vináttu­lands­leik á Grosics Gyula Stadi­on í Tata­bánya í Ung­verjalandi í morg­un.

Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir, leikmaður Þór/KA, skoraði mark Íslands á 25. mínútu leiksins en Anna Rakel átti glæsilegt skot sem endaði í marki ungverska liðsins að því er segir á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Andrea Mist Pálsdóttir er sömuleiðis hluti af U19 ára landsliðinu en hún bar fyrirliðabandið í leik dagsins.

UMMÆLI