beint flug til Færeyja

Anna Rakel stoðsendingadrottning 2016

Anna Rakel gerði nýjan samning við Þór/KA á dögunum. Mynd: thorsport.is

Anna Rakel gerði nýjan samning við Þór/KA á dögunum. Mynd: thorsport.is

Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk í gær viðurkenningu fyrir að vera stoðsendingahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna 2016, ásamt þrem öðrum leikmönnum.

Hin átján ára gamla Anna Rakel spilaði alla leiki Þór/KA síðastliðið sumar og lagði upp sjö mörk sem gerir hana að stoðsendingahæsta leikmanni ársins ásamt þeim Hallberu Guðný Gísladóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttir úr Breiðablik og Dóru Maríu Lárusdóttur úr Val.

Viðurkenningin, bikar og tvær bækur, var veitt af Víði Sigurðssyni, blaðamanni en hann gefur út hina goðsagnakenndu bók Íslensk knattspyrna ár hvert.

UMMÆLI

Sambíó