Prenthaus

Anna Rakel til liðs við IK Uppsala

Anna Rakel til liðs við IK Uppsala

Akureyringurinn Anna Rakel Pétursdóttir hefur samið við knattspyrnulið IK Uppsala í Svíþjóð og mun leika með liðinu á komandi tímabili.

Anna Rakel sem er uppalin hjá KA og Þór/KA lék á síðustu leiktíð með Linköpings í Svíþjóð. Þar lék hún átján leiki með liðinu sem endaði í fimmta sæti deildarinnar.

IK Uppsala er ungt lið sem var stofnað árið 2017. Liðið tryggði sér sæti í efstu deild Svíþjóðar á síðustu leiktíð. Anna Rakel segir í samtali við heimasíðu IK Uppsala að hún sé spennt fyrir félaginu og að hún telji þetta góðan stað til að halda þróun sinni sem leikmaður áfram.

Meira um félagaskiptin má lesa á heimasíðu KA.

UMMÆLI

Sambíó