Píeta

Annar flokkur KA skoraði sjö mörk

Áki Sölvason kom KA á bragðið. Mynd: ka.is

Áki Sölvason er markahæsti leikmaður Kjarnafæðismótsins til þessa.

Það var mikið um dýrðir í Boganum um helgina þar sem alls fóru fimm leikir fram í Kjarnafæðismótinu í fótbolta en greint hefur verið frá úrslitum meistaraflokksliða Þórs og KA hér á Kaffinu. Sjá hér og hér.

Í gær mættust Þór 2 og KA 3 og höfðu Þórsarar betur með þrem mörkum gegn engu. Í dag voru svo tveir leikir. Sá fyrri var á milli KA 2 og 2.deildarliðs Fjarðabyggðar.

Annar flokkur KA mætti heldur betur ákveðinn til leiks og komust í 5-0 snemma í síðari hálfleik. Markaflóðið hélt áfram því lokatölur leiksins urðu 7-3, KA-mönnum í vil.

Í síðari leik dagsins mættust Magnamenn og KA 3 en bæði lið voru að leika annan leik sinn á jafnmörgum dögum. Grenvíkingar virtust eiga meira eftir á tanknum og unnu sannfærandi 4-0 sigur.

Úrslit helgarinnar í Kjarnafæðismótinu

A-riðill

KA 1 – 2 Magni Grenivík
0-1 Jóhann Þórhallsson (38)
0-2 Jóhann Þórhallsson (´55)
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (´89)

Þór 2 3-0 KA 3

1-0 Tómas Örn Arnarson (´35)
2-0 Marinó Snær Birgisson (´90)
3-0 Nikola Kristinn Stojanovic (´90)

Magni 4-0 KA 3

1-0 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson (´18)
2-0 Kristinn Þór Rósbergsson (´31)
3-0 Fannar Freyr Gíslason (´54)
4-0 Fannar Freyr Gíslason (´81)

Smelltu hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

B-riðill

Þór 4 – 2 Fjarðabyggð
1-0 Númi Kárason (’22 )
1-1 Víkingur Pálmason (’29 )
2-1 Ármann Pétur Ævarsson, víti (´56)
3-1 Guðni Sigþórsson (’72 )
3-2 Sjálfsmark (’77 )
4-2 Ármann Pétur Ævarsson (’80 )

Fjarðabyggð 3-7 KA 2
0-1 Frosti Brynjólfsson (´25)
0-2 Angantýr Máni Gautason (´27)
0-3 Daníel Hafsteinsson (´42)
0-4 Áki Sölvason (´49)
0-5 Áki Sölvason (´55)
1-5 Víkingur Pálmason, víti (´69)
1-6 Áki Sölvason (´73)
2-6 Atli Fannar Írisarson (´89)
3-6 Atli Fannar Írisarson (´90)
3-7 Áki Sölvason (´90)

Smelltu hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

UMMÆLI

Sambíó