Origo Akureyri

Áramótabrennan á nýjum stað þetta áriðMynd: Akureyrarbær

Áramótabrennan á nýjum stað þetta árið

Í tilkynningu sem Akureyrarbær gaf frá sér fyrir stuttu kemur fram að áramótabrennan þetta árið mun fara fram á auðu og óbyggðu svæði á Jaðri, sunnan við golfskálann.

Myndin sem fylgir með fréttinni sýnir hvar brennan fer fram, en einnig hvar hægt verður að leggja bílum og gönguleiðir að brennusvæðinu sjálfu. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30 á gamlárskvöld, en klukkan 21:00 stendur Björgunarsveitin Súlur fyrir flugeldasýningu í boði Norðurorku, rétt hjá höfuðstöðvum Norðurorku.

UMMÆLI

Sambíó