Arctic Open hefst á fimmtudag

Völlurinn lítur vel út

Dagana 21.-24. júní næstkomandi mun Golfklúbbur Akureyar standa fyrir alþjóðlega golfmótinu Arctic Open 32. skipti en mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1986. Mótið er einstakt fyrir þær sakir að spilað er alla nóttina.

Mótið hefst á miðvikudegi með skráningu keppenda og opnunarhátíð þar sem boðið er upp á hlaðborð með norðlenskum veitingum. Rétt eftir hádegi á fimmtudag eru fyrstu kylfingarnir ræstir út og eru leiknar 18 holur fram á rauða nótt. Á föstudag eru leiknar aðrar 18 holur. Á laugardagskvöld er loks slegið upp veislu í lokahófi ásamt verðlaunaafhendingu.

Það eru rétt um 220 þátttakendur skráðir í mótið nú í ár. Golfklúbbur Akureyrar segir á vefsíðu sinni að völlurinn sé í stórgóðu ástandi í ár eins má sjá á meðfylgjandi mynd.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó