NTC netdagar

Arctic Therapeutics hefur tryggt sér tæplega 2 milljarða fjármögnun

Arctic Therapeutics hefur tryggt sér tæplega 2 milljarða fjármögnun

Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics (AT) hefur tryggt sér 12,5 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar rúmlega 1,9 milljarði íslenskra króna, frá The European Innovation Council (EIC). Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Þar segir að fjármögnunin sé í formi styrks að virði 2,5 milljónir evra, auk 10 milljóna evra hlutafjárframlags frá fjárfestingarmi stofnunarinnar, EIC Fund. Fjármagnið verði nýtt til þess að hefja næsta þróunarfasa á lyfi fyrirtækisins við ættgengri íslenskri heilablæðingu.

Sjá einnig: Stefnir á að ráða hátt í 100 manns á Akureyri

Rannsóknir AT sýni einnig fram á virkni gegn heilabilun af öðrum orsökum, þar á með Alzheimer-sjúkdómnum, og muni þar með geta aukið lífsgæði milljóna manna um allan heim með því að koma í veg fyrir og meðhöndla sjúkdóminn.

Nánar má lesa um málið á vef Viðskiptablaðsins.

Sambíó

UMMÆLI