Aríur og söngljóð í Hofi

Fimmtudagskvöldið 24. nóvember kl. 20 flytja þeir Kristinn Sigmundsson bassi og Daníel Þorsteinsson píanóleikari fjölbreytta efnisskrá með söngljóðum og aríum eftir íslensk og erlend tónskáld.

Á efnisskránni verður m.a Sverrir konungur eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, lagaflokkurinn An die ferne Geliebte eftir Beethoven, hið dramatíska söngljóð Der Wanderer eftir Schubert, aría Gremins úr óperunni Evgeni Onegin eftir Tchaikovsky og hin kómíska aría La Calunnia úr Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Menningarfélags Akureyrar og 1862 Nordic Bistro og eru í Hömrum.

 

UMMÆLI

Sambíó