Prenthaus

Arna Sif jafnaði fyrir Þór/KA á lokasekúndunni

Arna Sif jafnaði fyrir Þór/KA á lokasekúndunni

Þór/KA tók á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir mikla dramatík en Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA jafnaði leikinn fyrir heimastúlkur í blálokin.

Staðan eftir um 25 mínútna leik var 2-1 fyrir Breiðablik en Colleen Kennedy skoraði fyrra mark Þór/KA. Staðan var óbreytt alveg fram að lokasekúndu leiksins þegar Arna jafnaði.

Þetta er gífurlega sterkt stig fyrir Þór/KA sem sitja í sjöunda sæti Pepsi Max deildarinnar en svekkjandi fyrir Breiðablik sem verða af mikilvægum stigum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó