Prenthaus

Arna Sif lagði upp mark í stórsigri Glasgow

Arna Sif lagði upp mark í stórsigri Glasgow

Knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði sinn annan leik fyrir Glasgow City í Skosku deildinni í fótbolta í dag. Glasgow City vann öruggan 7-0 sigur á liði Forfar Farmington.

Sjá einnig: Arna Sif skoraði í fyrsta leiknum með Glasgow

Arna Sif kom að einu markanna þegar hún skallaði boltan til Nicole Robertson liðsfélaga sinn sem skallaði hann í markið. Arna Sif fer vel af stað með Glasgow City en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir liðið fyrir viku síðan. Þá hefur liðið haldið hreinu í báðum leikjunum sem Arna hefur spilað í hjarta varnarinnar.

Arna Sif er hjá Glasgow á lánssamningi frá Þór/KA. Hún skrifaði undir samning við liðið í desember fyrsti leikur hennar fyrir liðið kom ekki fyrr en um síðustu helgi þar sem hlé var gert á skosku kvennadeildinni vegna Covid-19.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó