Færeyjar 2024

Arna Sif skoraði en fór síðan meidd af velli

Arna Sif skoraði en fór síðan meidd af velli

Knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði fyrir Glasgow City í dag í 3-1 sigri gegn Spartans í skosku úrvalsdeildini í knattspyrnu. Arna skoraði fyrsta mark leiksins en meiddist stuttu síðar og þurfti að yfirgefa völlinn.

Arna skoraði með skalla af stuttu færi á 22. mínútu leikins en fór útaf aðeins tveimur mínútum síðar.

Eftir leikinn er Glasgow City áfram á toppi deildarinnar þremur stigum á undan grönnum sínum í Glasgow Rangers.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó