Arna Sif spilaði allan leikinn í tapi Verona

Arna Sif

Arna Sif Ásgrímsdóttir leitar enn að sínum fyrsta sigri eftir að hún gekk til liðs við Verona í ítölsku deildinni í knattspyrnu í haust. Arna lék allan leikinn í 2-1 tapi gegn Mozzanica um helgina.

Það var Berglind Björg Þorvaldsdóttir liðsfélagi Örnu í íslenska landsliðinu sem gerði eina mark Verona í leiknum á 14. mínútu leiksins en Valeria Pirone tryggði Mozzanica með mörkum á 18. og 50. mínútu.

Verona eru eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 5 stig eftir 5 leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Res Roma næstkomandi laugardag 18. nóvember.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó