beint flug til Færeyja

Arna Sif tilnefnd sem leikmaður mánaðarins hjá Glasgow

Arna Sif tilnefnd sem leikmaður mánaðarins hjá Glasgow

Knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur farið frábærlega af stað með Glasgow City í skosku deildinni í fótbolta. Arna hefur spilað fimm leiki fyrir Glasgow síðan deildin fór aftur af stað og er nú tilnefnd sem leikmaður mánaðarins hjá liðinu.

Eftir þrjá tapeiki í röð í desember hefur Glasgow unnið alla fimm leiki sína í apríl og liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í mánuðinum. Arna Sif hefur staðið sig vel í vörninni og hefur verið fyrirliði í einhverjum leikjum. Þá skoraði hún í fyrsta leik sínum fyrir liðið í 3-0 sigri gegn Celtic þann 4. apríl.

Hægt er að kjósa Örnu Sif sem leikmann mánaðarins með því að smella hér.

https://www.instagram.com/p/COKcWGMAOSW/?utm_source=ig_web_copy_link

VG

UMMÆLI