Arnar Már tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Sölvasögu Daníelssonar

Arnar Már tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Sölvasögu Daníelssonar

Bókin Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabókmennta.

Bókin er sjálfstætt framhald Sölvasögu unglings sem hlaut barna og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016.

Sölvasaga Daníelssonar fjallar um hinn 19 ára gamla Sölva sem flyst til Akureyrar til að hefja nám við nýstofnaðan lýðskóla.

Félag íslenskra bókaútgefenda veitir Íslensku bókmenntaverðlaunin í kringum mánaðarmótin janúar febrúar, ár hvert. Verðlaun eru veitt í flokki fræðibóka og barna- og unglingabóka og fagurbókmennta.

 

Sambíó

UMMÆLI