Arnar Þór og Andri Snær í sitthvort liðið

Andri Snær Stefánsson og Stefán Árnason

Akureyri Handboltafélag og nýtt handboltalið KA halda áfram að ganga frá samningum við leikmenn fyrir 1.deildina sem bíður beggja liða næsta vetur.

Besti leikmaður Akureyrar á síðustu leiktíð og jafnframt leikjahæsti leikmaður í sögu þess félags hefur ákveðið að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt því Andri Snær Stefánsson hefur yfirgefið Akureyri Handboltafélag og samið við KA. Sömu sögu má segja um þá Sigþór Gunnar Jónsson og Bjarka Símonarson.

Tveir leikmenn sömdu hinsvegar við Akureyri í dag en það eru þeir Arnar Þór Fylkisson og Vignir Jóhannsson. Arnar Þór stóð sig með prýði með Akureyri í Olís-deildinni síðasta vetur þar sem hann varði 31% þeirra skota sem hann fékk á sig í 25 leikjum.

Arnar Þór Fylkisson handsalar samning við Finn Víkingsson, úr leikmannaráði Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI