Múlaberg

Árni Beinteinn og Birna Pétursdóttir flytja lagið Í fjarlægð í glænýrri útsetningu

Árni Beinteinn og Birna Pétursdóttir flytja lagið Í fjarlægð í glænýrri útsetningu

Sýningum á sviðslistaverkinu Tæringu lýkur í kvöld en verkið er samstarfsverkefni Hælisins, seturs um sögu berkla og Leikfélags Akureyrar í leikstjórn Völu Ómarsdóttur. Verkið er innblásið af sögu berklasjúklinga sem dvöldu á Kristneshæli á árunum 1930-60 en notast var við dagbækur og frásagnir sjúklinga við gerð sýningarinnar.

,,Að segja þessa sögu í miðjum heimsfaraldri var eiginlega alveg magnað. Hliðstæðurnar margar, milli Berklanna og Covid19; hræðsla við smit og einangrun til dæmis. En að vera lokaður inni fjarri fjölskyldunni, jafnvel svo árum skipti er sem betur fer ekki veruleiki okkar í dag svo þetta ræktaði líka ákveðið þakklæti og auðmýkt hjá okkur. María Pálsdóttir ef aðalmanneskjan á bakvið Hælið og Tæringu og þetta lag er því líka smá þakklætisvottur við hennar dugnað, elju og ástríðu, og fyrir að treysta okkur fyrir að segja þessar sögur með henni,“ segja Birna og Árni um útgáfu lagsins

Tilurð ljóðsins í Fjarlægð var leikurunum mikill innblástur á æfingaferlinu og það er einskonar þemalag sýningarinnar. Karl O. Runólfsson tónskáld var nýkvæntur Margréti Sigurðardóttur og var á leið í heimsókn til hennar þar sem hún lá banaleguna á Kristnesi en óveður tafði för hans.

Sagan segir að þá hafi Margrét beðið vin sinn, annan sjúkling á Hælinu, Valdimar Hólm Hallstað um að skrifa sína hinstu kveðju til eiginmannsins því hún treysti því ekki að hún næði að kveðja hann.

Það stóð heima; þegar Karl komst á Kristnes var Margrét látin en hann fann bréfkornið með kveðjunni og samdi strax lag við það sem var frumflutt í jarðarför Margrétar.

Birna og Árni flytja lagið sem dúett en túlkunin endurspeglar upplifun þeirra af sögum sjúklingana. ,,þó ljóðið sé upprunalega samið til ákveðins einstaklings þá fangar það svo vel tilfinninguna í kringum Hælið, berklana, ástina og óvissuna sem alltaf fylgir. Kannski eru þetta móðir og sonur að kallast á eða elskendur, jafnvel gömul hjón sem berklarnir aðskildu.“ segir Birna.

Íris Rós Ragnhildardóttir tónskáld útsetti lagið og söng bakraddir. Fannar Freyr Magnússon sá um hljóðblöndun. Kári Fannar Lárusson annaðist upptökur á myndbandi við lagið.

,,Með laginu erum við að kveðja þetta fallega verkefni sem snerti okkur svo djúpt og syngjum sýningunni og sögum hennar til heiðurs.“

Lagið á Youtube:

Sambíó

UMMÆLI