Árni Sigtryggs og Oddur í góðum gír

Árni Þór var allt í öllu hjá Aue um helgina.

Akureyringarnir í þýska handboltanum áttu misjöfnu gengi að fagna um helgina.

Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með Bergischer þegar liðið tapaði fyrir Minden, 27-22, í þýsku úrvalsdeildinni.

Árni Þór Sigtryggsson fór mikinn í öruggum sigri Aue á Nordhorn í B-deildinni. Árni skoraði átta mörk úr níu skotum í 31-27 sigri. Sigtryggur Daði Rúnarsson bætti við einu marki úr sínu eina skoti í leiknum.

Oddur Gretarsson sneri til baka úr meiðslum af miklum krafti og var markahæsti leikmaður vallarins þegar lið hans, Emsdetten, tapaði með minnsta mun fyrir Bad Schwartau, 23-22. Oddur gerði sjö mörk úr átta skotum.

Oddur öflugur

UMMÆLI

Sambíó