Árni Þór markahæstur í sigri

Keppni í þýsku B-deildinni í handbolta hófst að nýju um helgina eftir HM-hlé og voru Akureyringarnir þrír í eldlínunni með sínum liðum.

Á laugardag vann Aue öruggan fimma marka sigur á Hamm-Westfalen á útivelli, 25-30. Árni Þór Sigtryggsson var markahæsti maður vallarins með átta mörk úr þrettán skotum. Sigtryggur Daði Rúnarsson lék einnig stórt hlutverk í sóknarleiknum, skoraði þrjú mörk úr sex skotum.

Í gær töpuðu Oddur Gretarsson og félagar í Emsdetten naumlega fyrir Bietigheim á útivelli, 26-25. Oddur skoraði fjögur mörk úr sjö skotum.

Árni Þór var allt í öllu hjá Aue um helgina.

UMMÆLI

Sambíó