Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

783960

Markavél

Arnór Þór Gunnarsson er 29 ára gamall handknattleiksmaður sem leikur með þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer auk þess að vera fastamaður í íslenska landsliðinu.

Arnór Þór ólst upp í Þorpinu á Akureyri og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór. Þaðan hélt hann til Vals þar sem hann varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta ári og vann einnig bikarinn í tvígang á tíma sínum hjá Reykjavíkurstórveldinu.

Árið 2010 hélt Arnór til Þýskalands þar sem hann hefur leikið síðan en hann er í dag algjör lykilmaður hjá Bergischer sem situr þessa stundina í fjórtánda sæti þýsku Bundesligunnar.

Það er óhætt að segja að Arnór sé einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins sem stofnað var 2006 en hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu 2013 og hefur verið markahæsti leikmaður liðsins síðustu tvö tímabil. Það þarf vart að taka það fram en Arnór er markahæsti leikmaður liðsins á þessari leiktíð með 35 mörk í átta leikjum.

Nærmynd af Arnóri Þór Gunnarssyni

Kaffið.is fékk Arnór Þór til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.

Sætasti sigur á ferlinum: Á Íslandi verð ég að segja að verða Íslandsmeistari með Val 2007 og Bikarmeistari 2008 og 2009. Hérna úti sem atvinnumaður eru nokkuð margir leikir sem koma upp í hugann.

Mestu vonbrigðin: Að tapa á móti Haukum 3 ár í röð um Íslandsmeistaratitilinn 2008, 2009 og 2010.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þegar ég var ungur maður þá sagði ég alltaf KA, Það er ekki hægt í dag þar sem KA og Þór eru í góðu samstarfi sem Akureyri handboltafélag. Ég verð bara að segja Fram Reykjavík.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Nikola Karabatic og Mikkel Hansen sem útileikmenn. Thierry Omeyer og Mattias Anderson sem markmenn.

Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Manchester United.

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Michael Jordan.

Fyrirmynd í æsku: Valdimar Grímsson

Uppáhalds staður í öllum heiminum: Eyjafjörðurinn

Mest pirrandi andstæðingur? Er lítið að pæla í hvort leikmenn séu pirrandi eða leiðinlegir.

Ertu hjátrúarfullur? Já frekar mikið.

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annar íþrótt, hver væri það? Fótbolta

Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með:

Markmaður: Björgvin Páll Gústavsson

Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson

Vinstri skytta: Aron Pálmarsson

Miðjumaður: Arnór Atlason og Viktor Szilagyi

Hægri skytta: Ólafur Stefánsson

Hægra horn: Þórir Ólafsson

Línumaður: Róbert Gunnarsson og Kári Kristján Kristjánsson

Varnarmenn: Sverre Jakobsson og Sigfús Sigurðsson.

Þetta hefði verið svaka lið.

UMMÆLI

Sambíó