NTC netdagar

Arnór Þór markahæstur í tapleik

Arnór Þór Gunnarsson

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer töpuðu naumlega fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi en lokatölur urðu 26-28 fyrir Melsungen.

Arnór Þór var markahæstur í liði Bergischer með sjö mörk úr tíu skotum. Liðið er tveim stigum frá fallsvæðinu þegar tvær umferðir eru eftir á mótinu.

Arnór Þór, sem leikur í stöðu hægri hornamanns, er jafnan markahæstur í liði Bergischer en hann er langmarkahæsti leikmaður liðsins í vetur með 147 mörk í 30 leikjum en næstmarkahæsti leikmaður liðsins, Alexander Hermann, hefur skorað 89 mörk. Arnór er í 13.sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar í vetur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó