Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var markahæsti leikmaður vallarins þegar lið hans, Bergischer vann fimm marka útisigur á Gummersbach, 21-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta um helgina.
Afar mikilvægur sigur fyrir Arnór og félaga sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en eftir leikinn eru þeir í 13.sæti, þrem stigum frá fallsæti þegar þrem umferðum er ólokið.
Einnig var leikið í þýsku B-deildinni um helgina þar sem Árni Þór Sigtryggsson skoraði fjögur mörk úr sex skotum og Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði tvö mörk úr fimm skotum þegar Aue vann öruggan sigur á Tusem Essen, 25-20.
Þá var Oddur Gretarsson markahæstur í liði Emsdetten sem vann tveggja marka sigur á Dessau en Oddur skoraði sex mörk úr átta skotum í 23-21 sigri.
UMMÆLI