Píeta

Arnór Þór orðinn markahæstur í deildinni

Arnór Þór Gunnarsson

Arnór Þór Gunnarsson hefur spilað frábærlega fyrir lið Bergischer í þýsku B-deildinni í vetur. Liðið er á toppi deildarinnar eftir 25-24 sigur um helgina. Arnór Þór skoraði sjö mörk í sigrinum og er í augnablikinu markahæsti leikmaður deildarinnar.Arnór hefur skorað 80 mörk í 10 leikjum í vetur. Bergischer er taplaust á toppi deildarinnar með 20 stig.

Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar hans í Balingen töpuðu óvænt um helgina. Liðið mætti Hamm og tapaði sannfærandi 38-29. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 1 mark fyrir Balingen en Oddur Gretarsson komst ekki á blað.

 

Sambíó

UMMÆLI