Múlaberg

Arnór Þór skaut Bergischer úr fallsæti

Arnór Þór átti frábæran leik

Það er alls ekkert páskafrí í þýska handboltanum um þessar mundir þar sem leikið er þétt yfir páskahátíðina. Í gær fóru nokkrir leikir fram í efstu og næstefstu deild.

Arnór Þór Gunnarsson átti stórleik þegar lið hans, Bergischer, vann afar mikilvægan tveggja marka sigur á Erlangen í þýsku Bundesligunni. Arnór Þór var markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr ellefu skotum í 28-26 sigri. Úrslitin þýða að Bergischer er ekki lengur í fallsæti en liðið hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu.

Í þýsku B-deildinni vann Emsdetten dramatískan sigur á Saarlouis, 30-29. Oddur Gretarsson átti góðan leik í liði Emsdetten og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk úr tíu skotum.

Sambíó

UMMÆLI