Arnór valinn leikmaður mánaðarins

Arnór valinn leikmaður mánaðarins

Akureyringurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur verið útnefndur leikmaður mánaðarins fyrir september í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Arnór sem leikur með Bergischer í Þýskalandi var útnefndur af sjónvarpsstöðinni Sky SportDE.

Hann hefur farið frábærlega af stað í vetur en hann er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 54 mörk. Bergischer er í fjórða til sjötta sæti deildarinnar ásamt Kiel og Füch­se Berl­in með 8 stig eft­ir tólf leiki.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó