Aron, Aron og Daníel taka þátt í undankeppni fyrir EM 2018

Aron Birkir Stefánsson

Þeir Aron Dagur Birnuson og Daníel Hafsteinsson úr KA og Aron Birkir Stefánsson úr Þór hafa verið valdir í U19 ára landslið karla í knattspyrnu. Aron og Aron spila báðir sem markmenn en Daníel er miðjumaður.

U19 ára landslið karla tekur þátt í undankeppni EM 2018 í nóvember. Riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu og hefur Þorvaldur Örlygsson þjálfari liðsins valið þá leikmenn sem taka þátt í verkefninu.

Ísland leikur í 8. riðli undankeppninngar ásamt heimamönnum í Búlgaríu, Englandi og Færeyjum. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Búlgaríu þann 8. nóvember, leikið verður gegn Englandi þann 11. nóvember og gegn Færeyjum 14. nóvember. Efstu tvö liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil sem verður leikinn næsta vor og lokakeppni mótsins verður svo í Finnlandi í júlí 2018.

 

Sambíó

UMMÆLI