Aron Einar ætlar að raka sig á morgun

Aron Einar er orðinn ansi skeggjaður. Mynd: Getty

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, mun taka upp rakvélina á morgun og láta skegg sitt fjúka.

Það þykir vanalega ekki sæta tíðinda þegar karlmenn ákveða að snyrta skegg sitt en Aron Einar hefur vakið heimsathygli fyrir sinn skeggvöxt.

Skegg Arons var ein af sögum EM í Frakklandi síðasta sumar og hefur hann ekki rakað sig síðan. Hann hafði áður gefið út að skeggið myndi fjúka í lok janúarmánuðar en það gerðist ekki. Nú er hins vegar komið að stóru stundinni ef marka má tíst Arons fyrr í dag.

@gaupinn @logibergmann @gislimarteinn jæja thá fer skeggid a morgun, verd eg eins og madur eda eins og ungabarn?

 

UMMÆLI