Aron Einar kemur til greina sem íþróttamaður ársins

Aron Einar

Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson er einn af tíu einstaklingum sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins árið 2016. Sam­tök íþróttaf­rétta­manna hafa greitt at­kvæði í kjöri Íþrótta­manns árs­ins 2016 og mbl.is greindi frá því í dag hvaða 10 einstaklingar höfnuðu í efstu sætunum.

Aron Einar var fyrirliði íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar þar sem liðið komst alla leið í 8 liða úrslit og sló meðal annars út Englendinga í 16 liða úrslitum. Hann hefur einnig verið lykilmaður í liði Cardiff í ensku Championship deildinni í knattspyrnu.

Íþróttamaður ársins verður tilkynntur á hófi Samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ í Hörpu fimmtudagskvöldið 29. desember. Þetta er í 61. skipti sem kjör á Íþróttamanni ársins fara fram en núverandi handhafi titilsins er sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir.

Þeir tíu einstaklingar sem tilnefndir eru má sjá hér að neðan ásamt þeim þrem þjálfurum og þrem liðum sem urðu efst í kjörinu.

Íþróttamaður árs­ins:
Aníta Hinriks­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir
Aron Ein­ar Gunn­ars­son, knatt­spyrna
Aron Pálm­ars­son, hand­bolti
Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir, sund
Gylfi Þór Sig­urðsson, knatt­spyrna
Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir, sund
Júlí­an J. K. Jó­hanns­son, kraft­lyft­ing­ar
Mart­in Her­manns­son, körfu­bolti
Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, golf
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna

Lið árs­ins:
A-landslið karla í knatt­spyrnu
A-landslið karla í körfu­bolta
A-landslið kvenna í knatt­spyrnu

Þjálf­ari árs­ins:
Dag­ur Sig­urðsson
Guðmund­ur Þ. Guðmunds­son
Heim­ir Hall­gríms­son

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó