Pólskir fjölmiðlar sögðu frá því í gærkvöldi að umboðsmaður landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar væri staddur í Varsjá til að ræða við forráðamenn pólsku meistarana í Legia Varsjá. Pólska liðið er sagt vera á höttunum eftir Aroni sem er samningsbundinn velska liðinu Cardiff til ársins 2018.
Það var vefsíðan Fótbolti.net sem greindi frá þessu í gærkvöldi.
Aron átti frábært tímabil með Cardiff og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu eftir tímabilið. Aron er nú staddur í brúðkaupsferð á Maldív-eyjum ásamt Kristbjörgu Jónasdóttur eiginkonu sinni.
UMMÆLI