Aron Einar markahæsti Þórsari karlalandsliðsins eftir þrennunaMynd: KSÍ

Aron Einar markahæsti Þórsari karlalandsliðsins eftir þrennuna

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson er markahæsti Þórsari í sögu A-landsliðs karla í fótbolta eftir að hann skoraði þrjú mörk í 7-0 sigri landsliðsins gegn Liechtenstein síðastliðinn sunnudag. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Þórsara.

Aron Einar skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt í leiknum en hann lék í stöðu miðvarðar. Þetta var 101. landsleikur Arons á ferlinum en í fyrstu 100 leikjunum skoraði hann tvö mörk. Hann hefur því skorað alls fimm mörk nú eftir 101 leik í landsliðstreyjunni.

Hann lyfti sér upp fyrir Þórsarana Halldór Ómar Áskelsson og Kristján Örn Sigurðsson sem gerðu fjögur mörk hvor á sínum landsliðsferli.

Eftir fyrstu 100 landsleikina var Aron jafn Þórsurunum Lárusi Orra Sigurðssyni og Guðmundi Benediktssyni sem gerðu tvö mörk hvor á sínum A-landsliðsferli.

Þegar litið er til allra A-landsliðsmarka Þórsara í fótboltanum er Rakel Hönnudóttir markahæst Þórsara með níu mörk í 103 landsleikjum og næst á eftir henni er Sandra María Jessen sem hefur skorað sex mörk í 31 landsleik. 

Sjá einnig: Sandra María og Arna Sif í landsliðshópnum

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó