NTC netdagar

Aron Einar og félagar æfðu á Akureyrarvelli


Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir því króatíska í gríðarlega mikilvægum leik sem fram fer á Laugardalsvelli þann 11.júní næstkomandi.

Flestir leikmenn liðsins eru nú komnir í frí hjá félagsliðum sínum eftir langt og strangt tímabil. Þrír þeirra, þeir Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon eru nú staddir á Akureyri og svo virðist sem þeir félagar ætli að nýta tímann vel fram að leiknum mikilvæga.

Um miðjan dag í dag voru þeir mættir á Akureyrarvöll ásamt þjálfurum liðsins þeim Heimi Hallgrímssyni og Helga Kolviðssyni þar sem þeir æfðu af krafti í blíðskaparveðri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó