Múlaberg

Aron Einar spilar áfram í Katar

Aron Einar spilar áfram í Katar

Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson mun áfram spila fótbolta í Katar á næsta ári. Aron staðfesti þetta á blaðamannafundi Knattspyrnusambands Íslands í gærkvöldi.

Aron hefur spilaði í Katar með liði Al Arabi frá árinu 2019 undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Heimir mun ekki þjálfa liðið áfram en Aron segir að honum og fjölskyldu hans líði vel í Katar og það sé það sem skipti máli í augnablikinu.

Samningur Arons við Al Arabi átti upphaflega að renna út í sumar en var með möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár ef hann spilaði 60 prósent af leikjum Al Arabi á síðasta tímabili.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó