Aron fjórði í kjöri á íþróttamanni ársins

Gylfi og Aron

Gylfi og Aron

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn í Hörpu. Samtök íþróttafréttamanna sjá um kjör á íþróttamanni ársins og var jafnt kynjahlutfall í fyrstu fjórum sætunum.

Í öðru sæti varð sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir og í þriðja sæti kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Í fjórða sæti varð Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu en hann var eini Akureyringurinn sem fékk atkvæði í kjörinu.

Lið ársins var karlalandsliðið í knattspyrnu og þjálfari ársins Dagur Sigurðsson. Heildarniðurstöður kjörsins má sjá hér að neðan.

Heildarniðurstaða kjörsins:

1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 430 stig
2. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 390
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf 214
4. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 167
5. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 117
6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 100
7. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 80
8. Aron Pálmarsson, handbolti 65
9. Martin Hermannsson, körfubolti 57
10. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 45
11. Ragnar Sigurðsson, knattspyrna 28
12. Kári Árnason, knattspyrna 23
13. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 16
14. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti 7
15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir 6
16. Irina Sazonova, fimleikar 3
17. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 2
18. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1
19. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 1

Lið ársins:

1. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu 120 stig
2. Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu 62 stig
3. Karlalandslið Íslands í körfubolta 30 stig
4. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 3 stig
5. Karlalandslið Íslands í handbolta 1 stig

Þjálfari ársins:

1. Dagur Sigurðsson 67 stig
2. Guðmundur Guðmundsson 62
3. Heimir Hallgrímsson 54
4. Þórir Hergeirsson 33

 

VG

UMMÆLI

Sambíó