Origo Akureyri

Aron Freyr Ívarsson sigraði Sturtuhausinn

Aron Freyr Ívarsson sigraði Sturtuhausinn

Aron Freyr Ívarsson kom, sá og sigraði Sturtuhausinn – söngkeppni VMA í síðustu viku í Hamraborg í Hofi þegar hann flutti með glæsibrag George Michael lagið Brother can you spare a dime. Í öðru sæti var Birna Karen Sveinsdóttir með Júróvisjónlagið Rise like a Phoenix sem Conchita Wurst flutti svo eftirminnilega um árið og í þriðja sæti var Þórir Nikulás Pálsson með lag Bríetar In Too Deep.

Þess má geta að Aron Freyr varð í öðru sæti í Sturtuhausnum í fyrra en gerði sem sagt enn betur í ár.

Keppendur stóðu sig allir með miklum glæsibrag í Sturtuhausnum og var það ekki öfundsvert hlutskipti fyrir dómnefndina að komast að niðurstöðu. Í henni voru Bryndís Ásmunds, Jónína Björt og Anna Skagfjörð.

Þetta kemur fram á vef VMA þar sem lesa má nánar um keppnina og þar má einnig finna myndir frá keppninni.

Mynd með frétt: Árni Árnason

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó