Aron leiddi Ísland til sigurs gegn Kosóvó

Þessir tveir voru öflugir í kvöld.

Þorparinn öflugi Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir íslenska landsliðið í fótbolta þegar liðið bar sigurorð af Kosóvó 2-1 í undankeppni HM í kvöld en leikið var í Albaníu.

Aron Einar bar fyrirliðabandið að venju og fær fína dóma fyrir frammistöðu sína. Vefmiðilinn Fótbolti.net  gefur Aroni sjö í einkunn og um frammistöðuna segir: Solid vinnuframmistaða frá fyrirliðanum.

Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins með níu í einkunn en hann skoraði síðara mark Íslands og lagði fyrra markið fyrir Björn Bergmann Sigurðarson áður en Kosóvó klóraði í bakkann í síðari hálfleik.

Úrslit kvöldsins þýða að Ísland er í 2.sæti riðilsins, þrem stigum á eftir Króatíu. Þau mætast í toppslag á Laugardalsvelli þann 11.júní næstkomandi.

Staðan í riðlinum:
1. Króatía 13 stig
2. Ísland 10 stig
3. Úkraína 8 stig
4. Tyrkland 8 stig
5. Finnland 1 stig
6. Kosóvó 1 stig

UMMÆLI