Aron spilaði vel í magnaðri endurkomu

Aron lék vel í dag

Aron lék vel í dag

Þórsarinn Aron Ein­ar Gunn­ars­son lék all­an leik­inn í ótrú­leg­um 3-2 útisigri Car­diff á Bristol City.

Þegar aðeins rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum voru Aron og félagar 2-1 undir. Þeir gáfust þó ekki upp og skoruðu tvö mörk áður en leiknum lauk.

Aron lék all­ar 90 mín­út­urn­ar á miðjunni en í texta­lýs­ingu BBC kemur fram að inn­köst Arons hafi valdið miklum ursla í leiknum.

Car­diff hef­ur 30 stig í 17. sæti í deildinni en Bristol City hef­ur 27 stig í 19. sæti.

UMMÆLI

Sambíó