Ársæll Arnarsson tilnefndur til Viðurkenningar Hagþenkis

Ársæll Már

Rit Ársæls Más Arnarssonar, prófessors við HA, var í gær tilnefnt til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, ásamt níu öðrum. Félagið kynnti tilnefningarnar í Grófarhúsi við Tryggvagötu í gær, fimmtudag.

Tilnefningarnar voru kynntar í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið en Viðurkenning Hagþenkis 2016 verður veitt í Þjóðarbókhlöðunni um mánaðarmótin febrúar og mars. Verðlaunin nema einni milljón króna.

Hagþenkir hafa veitt viðurkenninguna frá árinu 1986 en árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höfunda og bækur sem kæmu til greina. Fimm manna Viðurkenningarráð stendur að valinu og að þessu sinni er ráðið skipað þeim Baldri Sigurðssyni, Guðnýju Hallgrímsdóttur, Kristni Hauki Skarphéðinssyni, Sólrúnu Harðardóttur og Þórunni Blöndal.

Hagþenkir og Borgarbókasafnið standa fyrir kynningu á tilnefndum verkum á Degi bókarinnar 23. apríl.

UMMÆLI

Sambíó