beint flug til Færeyja

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri aflýstMynd: ma.is

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri aflýst

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri verður ekki haldin þetta skólaárið en ákveðið hefur verið að aflýsa henni vegna sóttvarnarreglna Covid-19. Þetta kemur fram á vef skólans í dag.

„Árshátíð MA hefur til afar langs tíma verið stærsti viðburðurinn í félagslífi nemenda. Nánast allir nemendur og stór hópur starfsfólks hefur sótt árshátíðina og mikill metnaður verið lagður í skreytingar, skemmtiatriði og allan undirbúning. Nemendur í þriðja bekk hafa mætt í þjóðbúningum og sett mikinn svip á hátíðina,“ segir á vef skólans.

„En COVID setur strik í reikninginn eins og svo víða; árshátíðinni sem hefur verið haldin sem næst fullveldisdeginum 1. desember var frestað til 16. apríl, en í ljósi síðustu breytinga á sóttvarnarreglum ákvað skólafélagið að aflýsa henni. Vonandi verður hún á sínum stað á næsta skólaári og yngri bekkingar geta látið sig hlakka til.“ 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó