Prenthaus

Árshátíð VMA frestað

Það verður ekkert partý í Síðuskóla í kvöld

Árshátíð VMA sem vera átti í íþróttahúsi Síðuskóla í kvöld er frestað vegna veðurs en eins flestum ætti að vera kunnugt um stefnir í snarvitlaust veður í dag. Veðrið skellur á nú fyrir hádegið fyrir sunnan og síðan mun bæta í vind hér norðan heiða seinnipart dags.

Fyrirséð er að nokkrir af þeim skemmtikröftum sem búið var að bóka á árshátíðina munu ekki komast norður í dag því öllu flugi Flugfélags Íslands hefur verið aflýst og sömuleiðis hefur Vegagerðin ákveðið að loka þjóðvegum á meðan veðrið gengur yfir í dag.

Það var því óhjákvæmileg ákvörðun að fresta árshátíðinni. Tilkynning um nýja dagsetningu hátíðarinnar verður gefin út í dag.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó