Múlaberg

Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 er komin út

Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 er komin út. Samkvæmt heimasíðu bæjarins hefur verið lítil spurn eftir að fá skýrsluna prentaða á liðnum árum og því verður hún ekki prentuð að þessu sinni frekar en síðustu tvö árin.

Það er hvort tveggja umhverfisvæn aðgerð og felur um leið í sér dálítinn sparnað fyrir sveitarfélagið. Óski einhver eftir að fá skýrsluna á pappír þá getur viðkomandi snúið sér til þjónustuanddyris Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu að Geislagötu 9.

Ársskýrslur bæjarins og fleira útgefið efni má nálgast á heimasíðu bæjarins.

Sambíó

UMMÆLI