Ásdís með U-19 til Spánar

Ásdís með U-19 til Spánar

Kári Garðarsson, þjálfari u-19 ára landsliðs kvenna í handbolta hefur valið sextán leikmenn til þátttöku í undankeppni EM sem fram fer á Spáni í mars.

Ísland er í riðli með Spáni, Rúmeníu og Litháen. Tvö efstu liðin fara áfram í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóveníu í júlí.

Einn Akureyringur er í hópnum en það er Ásdís Guðmundsdóttir sem hefur komið mikið við sögu með KA/Þór í 1.deildinni í vetur.

Ásdís hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum í vetur með KA/Þór sem situr í 2.sæti deildarinnar um þessar mundir.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:
Ástríður Glódís Gísladóttir, Fylkir
Selma Þóra Jóhannsdóttir, Grótta

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Fjölnir
Anna Katrín Stefánsdóttir, Grótta
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór
Berglind Benediktsdóttir, Fjölnir
Berglind Þorsteinsdóttir, HK
Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir, Fram
Elva Arinbjarnar, HK
Karen Tinna Demian, ÍR
Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram
Lovísa Thompson, Grótta
Mariam Eradze, Toulon
Ragnhildur Edda Þórðardóttir, Valur
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV
Þóra Guðný Arnarsdóttir, ÍBV

UMMÆLI