Ásgeir, Bjarki og Ívar mæta Englendingum

Mynd af Twitter-síðu KA

Þrír KA-menn eru í landsliðshópi Íslands skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri en Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, tilkynnti 20 manna hóp í dag. Íslenska liðið mætir jafnöldrum sínum frá Englandi en leikið verður fyrir luktum dyrum á æfingasvæði Englendinga, St Georg´s Park.

KA-mennirnir sem um ræðir eru þeir Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarki Þór Viðarsson og Ívar Örn Árnason en allir hafa þeir komið töluvert við sögu í upphafi móts í Pepsi-deildinni og staðið sig með prýði.

Ekkert íslenskt félagslið á fleiri fulltrúa í liðinu en KA.

Markverðir:

Sindri Kristinn Ólafsson – Keflavík
Aron Snær Friðriksson – Fylkir

Aðrir leikmenn:
Albert Guðmundsson – PSV
Alfons Sampsted – Norrköping
Arnór Gauti Ragnarsson – ÍBV
Axel Óskar Andrésson – Reading
Ásgeir Sigurgeirsson – KA
Hans Viktor Guðmundsson – Fjölnir
Júlíus Magnússon – Heerenveen
Orri Sveinn Stefánsson – Fylkir
Óttar Magnús Karlsson – Molde
Viktor Karl Einarsson – Alkmaar
Samúel Kári Friðjónsson – Valerenga
Tryggvi Hrafn Haraldsson – ÍA
Albert Hafsteinsson – ÍA
Alex Þór Hauksson – Stjarnan
Aron Freyr Róbertsson – Grindavík
Bjarki Þór Viðarsson – KA
Felix Örn Friðriksson – ÍBV
Ívar Örn Árnason – KA


UMMÆLI