Ásgeir Sigurgeirsson semur við KA

medium_asgeirSóknarmaðurinn ungi og efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson hefur gert tveggja ára samning við KA og mun því leika með þeim í Pepsi deildinni næsta sumar. Ásgeir var mikilvægur í liði KA þegar þeir tryggðu sér upp í Pepsi deildina síðastliðið sumar. Hann spilaði 17 leik af 22 og skoraði í þeim 8 mörk.

Ásgeir sem er 20 ára gamall er alinn upp á Húsavík þar sem hann spilaði með Völsungi áður en hann fór út til Noregs til Stabæk. Hann spilaði á láni frá Stabæk í sumar með KA mönnum. Hann var valinn efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins og einnig valinn efnilegasti leikmaður Inkasso deildarinnar af Fótbolti.net. Nú hafa KA menn náð samkomulagi við Stabæk um kaup á leikmanninum og hann skrifað undir tveggja ára samning.

Gífurlega sterk kaup hjá KA mönnum sem ætla sér stóra hluti í Pepsi deildinni næsta sumar.

UMMÆLI