Áskorun frá Mjölnismönnum – Ætla sér að toppa KR leikinn

Efstu átta liðin fara í úrslitakeppnina.

Mjölnismenn, stuðningsmannafélag Þórs, eru stórhuga fyrir leik liðsins gegn Njarðvík í Dominos-deild karla í körfubolta sem fram fer í Íþróttahöll Akureyrar á morgun, föstudag, klukkan 20.

Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Þórsara sem eru í harðri baráttu við Njarðvíkinga og fleiri lið um sæti í úrslitakeppninni en Þór og Njarðvík eru jöfn að stigum þegar þremur umferðum er ólokið.

Mjölnismenn hafa gjörbylt stemningunni á áhorfendapöllunum að undanförnu og var ákveðnum hápunkti náð þegar Þórsliðið bar sigurorð af stjörnum prýddu liði KR í síðasta heimaleik.

Síðan þá hafa tveir útileikir í röð tapast og þurfa Þórsarar því nauðsynlega á sigri að halda á morgun.

,,Við viljum að sjálfsögðu fá alla í Höllina, alla í rauðu og fólk má endilega vera óhrætt við að sitja nær okkur og taka undir!“ segir Aron Elvar Finnsson, Mjölnismaður.

-Svona var stemningin eftir síðasta heimaleik

Sjá einnig

Þórsarar gengu frá Íslands- og bikarmeisturunum

UMMÆLI