Ásta Arnbjörg Pétursdóttir leiðir K-listann í Eyjafjarðarsveit

Ásta Arnbjörg Pétursdóttir bóndi og fjölskyldufræðingur leiðir K-listann í Eyjafjarðarsveit fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.

Í fréttatilkynningu frá K-listanum segir: Að listanum standa kraftmiklir einstaklingar sem láta sig samfélag sitt varða og bjóða fram krafta sína og hugmyndir til frekari uppbyggingar og framþróunar í Eyjafjarðarsveit. Jöfn kynjahlutföll eru á framboðslistanum.“

Listann má sjá í heild sinni hér að neðan:

 1. Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, bóndi og fjölskyldufræðingur, Hranastöðum
 2. Sigurður Ingi Friðleifsson, umhverfisfræðingur, Hjallatröð 4
 3. Sigríður Bjarnadóttir, ráðunautur, Hólsgerði
 4. Eiður Jónsson, þjónusturáðgjafi, Sunnutröð 2
 5. Kristín Kolbeinsdóttir, kennari við Símey og framkvæmdastjóri Silvu, Syðra-Laugalandi efra
 6. Hans Rúnar Snorrason, kennari og verkefnastjóri við Hrafnagilsskóla, Skógartröð 3
 7. Halla Hafbergsdóttir, viðskipta- og ferðamálafræðingur, Víðigerði 2
 8. Þórir Níelsson, bóndi, Torfum
 9. Elín Margrét Stefánsdóttir, bóndi, Fellshlíð
 10. Einar Svanbergsson, stálsmiður, Sunnutröð 1
 11. Hugrún Hjörleifsdóttir, ferðaþjónustubóndi og námsstjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri, Brúnum
 12. Rögnvaldur Guðmundsson, iðnrekstrarfræðingur, Austurbergi
 13. Jófríður Traustadóttir, eldri borgari, Tjarnarlandi
 14. Elmar Sigurgeirsson, húsasmiður, Bakkatröð 6

UMMÆLI

Sambíó