beint flug til Færeyja

Ásthildur segir framtíðina bjarta á Akureyri

Ásthildur segir framtíðina bjarta á Akureyri

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að framtíðin sé björt á Akureyri og að það sé ótrúlega margt jákvætt í gangi í bænum. Hún nefnir sem dæmi fólksfjölgun í bænum, uppbyggingu og stækkun flugstöðvar sem jákvæða hluti.

„Í dag búa 19.509 manns á Akureyri. Íbúum hefur fjölgað um tæplega 300 frá því um áramót og um 13 íbúa frá í gær. Það er frábær þróun og við nálgumst hratt 20 þúsund íbúa markið. Mikil uppbygging á sér nú stað á Akureyri og ótrúlega margt jákvætt í gangi sem við fögnum mjög,“ skrifar Ásthildur í færslu á Facebook.

Hún fagnar meðal annars því að í næstu viku verði nýi leikskólinn Klappir tekinn í notkun og að fyrstu áföngum í endurbyggingu Lundarskóla og Glerárskóla sé lokið. Þá fagnar hún nýju húsnæði fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva við Drottningarbraut.

„Þá eru stækkun flugstöðvar, háspennulínulagnir, bygging heilsugæslustöðva, stækkun sjúkrahússins og bygging hjúkrunarheimilis að hefjast á vegum ríkisins og einkaaðilar byggja sem aldrei fyrr, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Nýjar lóðir í Holtahverfi verða auglýstar til úthlutunar á næstu dögum og þá er skipulagsvinna við Kollugerðishaga hafin. Ég held að við skynjum öll þann mikla kraft sem ólgar í samfélaginu okkar um þessar mundir. Framtíðin er björt á Akureyri,“ skrifar Ásthildur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó