NTC netdagar

Ásynjur eru Íslandsmeistarar í íshokkí

Ásynjur Skautafélags Akureyrar tryggðu sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí árið 2018. Ásynjur og Ynjur mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn en bæði lið koma frá Skautafélagi Akureyrar. Leiknum lauk með 4:3 sigri Ásynja eftir gríðarlega spennandi og jafnan leik.

Fjölmargir áhorfendur voru í Skautahöllinni á Akureyri í gær að fylgjast með leiknum. Ynjur byrjuðu leikinn betur og komust 1:0 yfir en í kjölfarið komu skoruðu Ásynjur fjögur mörk.

Ynjur skoruðu tvö mörk í síðasta leikhlutanum og gerðu lokamínúturnar ógurlega spennandi en náðu þó ekki jöfnunarmarkinu.

Ásynjur eru því Íslandsmeistarar árið 2018. Ynjur urðu deildarmeistarar fyrr í vetur og titlarnir úr íshokkíinu í ár skiptast því á milli Akureyrarliðanna.

Mörk Ásynja í leiknum gerðu Hrund Thorlacius, Birna Baldursdóttir, Anna Ágústsdóttir og Díana Björgvinsdóttir. Mörk Ynja gerðu Silvía Rán Björgvinsdóttir, Theresa Snorradóttir og Berglind Leifsdóttir.

UMMÆLI

Sambíó