Ásynjur skoruðu 23 mörk í tveim leikjum

ice-hockey

Yfirburðir í íshokkí

Ásynjur, eldra lið Skautafélags Akureyrar fékk Björninn í heimsókn í Hertz-deild kvenna í íshokkí um helgina en liðin léku tvo leiki í Skautahöllinni á Akureyri.

Það er óhætt að segja að Akureyrarliðið hafi haft mikla yfirburði í fyrri leiknum þar sem lokatölur urðu 14-1. Fyrsti leikhluti vannst með fjórum mörkum gegn engu, annar leikhluti fór 5-1 og í þriðja og síðasta leikhlutanum skoruðu heimakonur fimm mörk gegn engu marki gestanna.

Gamla brýnið Birna Baldursdóttir var markahæst í liði Ásynja með þrjú mörk en átta leikmenn komust á markalistann í liði Ásynja.

Markaskorarar Ásynja: Birna Baldursdóttir 3, Guðrún Viðarsdóttir 2, Guðrún Blöndal 2, Hulda Sigurðardóttir 2, Rósa Guðjónsdóttir 2, Arndís Sigurðardóttir 1, Jónína Guðbjartsdóttir 1, Thelma Guðmundsdóttir 1.

Markaskorari Bjarnarins: Lena Arnarsdóttir.


Liðin mættust svo að nýju í morgun og er óhætt að segja að yfirburðirnir hafi verið svipaðir og í gær.

Arndís Sigurðardóttir gaf tóninn eftir fimm mínútna leik og áfram héldu Ásynjur að raða inn mörkum. Lokatölur 9-0.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 2-0. Í öðrum leikhluta skoruðu Ásynjur þrjú mörk gegn engu og í þriðja leikhlutanum bættu þær fjórum mörkum við.

Markaskorarar Ásynja: Birna Baldursdóttir 2, Arndís Sigurðardóttir 2, Eva Karvelsdóttir 2, Jónína Guðbjartsdóttir 1, Thelma Guðmundsdóttir 1, Anna Ágústsdóttir 1.

Birna Baldursdóttir var iðin við kolann um helgina. Mynd: VMA

Birna Baldursdóttir var iðin við kolann um helgina. Mynd: VMA

Sambíó

UMMÆLI