Ásynjur skoruðu þrettán gegn Birninum

Það er óhætt að segja að Ásynjur, aðallið Skautafélags Akureyrar í íshokkí kvenna, fari vel af stað í Íslandsmótinu en liðið heimsótti Björninn í Egilshöll á laugardag.

Akureyrarliðið fór rólega af stað en var engu að síður 2-0 yfir eftir fyrsta leikhluta. Yfirburðir SA héldu áfram í öðrum leikhluta og var staðan að honum loknum orðin 5-0.

Ásynjur voru ekkert á því að slaka á og héldu áfram að keyra yfir Bjarnarkonur í þriðja leikhlutanum. Fór það að lokum svo að Ásynjur skoruðu átta mörk í síðasta leikhlutanum en í íshokkí er hver leikhluti tuttugu mínútur. Lokatölur því 13-0 fyrir Ásynjum. Hreint ótrúlegir yfirburðir.

Markaskorarar SA Ásynja:
Arndís Eggerz 3, Thelma María Guðmundsdóttir 2, Linda Brá Sveinsdóttir 2, Alda Ólína Arnarsdóttir 2, Rósa Guðjónsdóttir 2, Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir 1, Anna Sonja Ágústsdóttir 1.


Á sama tíma stóðu strákarnir í SA Víkingum í ströngu þegar liðið heimsótti Esju í Skautahöll Reykjavíkur.

Esjan komst yfir um miðbik annars leikhluta en Jóhann Már Leifsson var fljótur að svara fyrir SA. Orri Blöndal kom SA svo yfir tíu mínútum fyrir leikslok en heimamenn náðu að jafna á lokamínútum leiksins og þurfti því að framlengja.

Þar reyndust heimamenn sterkari og unnu því 3-2 sigur að lokinni framlengingu.

Markaskorarar SA Víkinga: Jóhann Már Leifsson 1, Orri Blöndal 1.

ice-hockey


UMMÆLI

Sambíó