Átak vegna öryggisbúnaðar barna í bifreiðum

Átak vegna öryggisbúnaðar barna í bifreiðum

Lögreglumenn á Norðurlandi eystra gegndu átaki vegna öryggisbúnaðar barna í bifreiðum í síðustu viku. Lögreglumenn við allt embættið á Norðurlandi eystra voru við 17 leikskóla til skoðunar á þessum málum, þrátt fyrir slæmt veður suma dagana.

Í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar kemur fram að haft var tal af 322 ökumönnum bifreiða og litið á búnað og aðúnað 386 barna í þessum bifreiðum.

„Út úr þessum skoðunum komu 12 frávik. Leiðbeint var, aðstoðað, lagfært og stillt í 9 tilfellum, en beita þurfti sektum í 3 tilfellum. Vonum að svona sérstakar úttektir séu þeim til hvatningar til úrbóta þar sem það á við og hinum til hróss þar sem allt var í lagi,“ segir á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Sambíó

UMMÆLI